Ölnir frá Akranesi gefur hross um meðallag að stærð, höfuð er svipgott en mætti vera fínlegra. Hálsinn er reistur og mjúkur við háar herðar, bógalega er í meðallagi og hálsinn mætti grennast betur upp í kverk. Bakið er breitt og línan í bakinu sterk, afkvæmin eru hlutfallarétt, fætur eru þurrir með rétta fótstöðu en sinaskil eru í meðallagi, réttleiki fóta er góður, sem og prúðleiki á fax og tagl. Afkvæmin eru yfirleitt alhliðageng, takthrein og rúm á tölti og brokki en mættu vera skrefmeiri á hægu tölti. Greitt stökk er ferðgott og hæga stökkið er oft takhreint en mætti vera lyftingarbetra. Afkvæmin hafa góða framhugsun og fallega reisingu. Ölnir gefur reist, hreingeng og mjúk reiðhross, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið. |